OKKAR ÞJÓNUSTA

Starfsfólk Kötlu lögmanna býr yfir víðtækri þekkingu úr atvinnulífinu og veita einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum þjónustu á flestum sviðum lögfræðinnar. Á meðal þjónustu sem Katla lögmenn veita er lögfræðileg ráðgjöf, samningagerð, skjalagerð, innheimta og málflutning fyrir dómi.

Þjónusta til einstaklinga

Katla lögmenn veita alla almenna lögfræðiþjónustu til einstaklinga. Á meðal verkefna er fasteignaréttur (kaup, sala, gallamál), verjandi og réttargæsla í sakamálum, slysamál, fjölskylduréttur (skipti dánarbúa, erfðaskrár, kaupmálar, forsjármál, umgengni, faðernismál), vinnuréttur og fjármunaréttur.

Slysamál

Ef þú telur þig eiga rétt á slysabótum hafðu samband í síma 555 3600 eða sendu póst á netfangið botamal@katlalogmenn.is þér að kostnaðarlausu. Nýttu þér lögfræðiráðgjöf lögmanns og kannaðu mögulegan bótarétt þinn vegna slyss.

Þjónusta til fyrirtækja

Katla lögmenn veita þjónustu til fyrirtækja á sviði félagaréttar, samningaréttar, kröfuréttar, vinnuréttar, samkeppnisréttar, fjármunaréttar, flugréttar, sjávarútvegsréttar og útboðsréttar.

Þjónusta til sveitarfélaga og opinberra aðila

Helstu verkefni Kötlu lögmanna fyrir opinbera aðila er á sviði stjórnsýsluréttar, barnaréttar, samkeppnisréttar og útboðs- og verktakaréttar.